Fréttir

Ljóðatorg vígt á mánudag

Á Borgarbókasafninu við Tryggvagötu voru allar ljóðabækur nýlega fluttar af annarri hæð upp á þá fimmtu, þar sem rýmra er um þær og sól skín á glugga. Er þetta og liður í því að gera ljóðinu hærra undir höfði, en aragrúi ljóða er nú fjölmörgum metrum hærra yfir sjávarmáli en áður. Þetta nýupptekna svæði hefur hlotið nafnið Ljóðatorg, og á mánudag 8. september verður torgið formlega vígt.

Ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir munu lesa upp, og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Þá mun Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO skreyta Ljóðatorgið brotum úr ljóðum Bjarkar Þorgrímsdóttur og Sigurðar Pálssonar.

Dagskráin hefst kl. 18.00 og allir eru velkomnir.

Þessi litla gleði slær botninn í dagskrá safnsins á bókasafnsdaginn, en þennan dag verður heilmikið um að vera á safninu sem og öðrum söfnum Borgarbókasafns.

Ásta, Sigurbjörg og Anton -- Myndir: Meðgönguljóð/Gulli Már og JPV


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál