Fréttir

Rúnar um Amy Tan í kvöld

Café Lingua verður í Andrými Bókmenntaborgarinnar í kaffihúsi Tjarnarbíós miðvikudaginn 10. september. Þar verður bandaríska skáldkonan Amy Tan í sviðsljósinu en hún er væntanleg til landsins 18. september nk. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og þýðandi fjallar um þýðingu sína á Leik hlæjandi láns (The Joy Luck Club) og mun lesa upp úr bókinni. Einnig segir hann frá nýjasta verki Amy Tan, The Valley of Amazement.

Amy Tan kemur hingað í tengslum við ráðstefnuna Art in Translation, sem haldin verður í Norræna húsinu og Háskóla Íslands dagana 18.-20. september.  Hún flytur erindi um lífshlaup sitt og verk föstudaginn 19. september í Hörpu. Miðasala fer fram á harpa.is og kostar 2000 kr. á fyrirlesturinn.

Café Lingua er færanlegt kaffihús og lifandi tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur. Haustdagskrá Café Lingua er unnin í samstarfi við félagasamtök, einstaklinga og menningarstofnanir og birtist hér og þar í borginni. Bókmenntaborgin mun standa að Café Lingua einu sinni í mánuði út árið, að þessu sinni í Andrýminu í Tjarnarbíói.

Andrýmið er samkomustaður orðlistafólks og eru allir velkomnir á þessa dagskrá.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál