Fréttir

Fæðingarhjálp fyrir skúffuskáld

Davíð Stefánsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, hefur umsjón með níu vikna ritsmiðja fyrir alla með skáldadrauma í maganum og handrit í skúffunni. Ritsmiðjan er einkum ætluð þeim sem vilja taka stökkið og fá aðstoð við að fullklára handrit að bók – en þó eru allir áhugasamir velkomnir.

Einu skilyrðin eru brennandi áhugi, kraftur og einurð sem endist í níu vikur. 

Allar tegundir skálda eru velkomnar og engin hugmynd er of fáránleg, ómerkileg eða ófrumleg – ljóðabók, skáldsaga, sjálfshjálparbók, uppskriftabók – því allar þessar tegundir texta lúta sömu lögmálum.

Um er að ræða átta þriggja tíma vinnukvöld þar sem fram fer blanda af spjalli, fróðleik, æfingum og kraftmiklum textaskrifum.

Byrjað verður á einkaviðtölum 27. og 28. september en sjálf ritsmiðjan fer fram á mánudögum kl. 19-22 frá 29. september til 17. nóvember.

Allar nánari upplýsingar og skráningareyðublað er að finna á Facebook-síðu viðburðarins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál