Fréttir

Furður í Reykjavík

Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og bókmenntafræðingur, heldur fyrirlestur um furðusögur á aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, þriðjudaginn 7. október kl. 20.

Hver er munurinn á háfantasíu, lágfantasíu og borgarfantasíu? Hvað er gufupönk? En hamfarasaga? Emil fjallar um furðusögur frá ýmsum sjónarhornum, fræðir okkur um greinar og undirgreinar þeirra, erlendar jafnt sem íslenskar. Hann ræðir tungutak íslenskunnar í furðusögum og möguleikana sem furðan hefur hér á landi.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti af þremur í verkefninu Furður í Reykjavík, sem býður einnig upp á ritsmiðjur á Lestrarhátíð í ár. Sjá nánar hér.

Annar fyrirlesturinn verður þann 9. október og þriðji þann 11. október, þeir verða einnig haldnir á aðalsafni Borgarbókasafns.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál