Fréttir

Oddný Eir hlýtur bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

Jarðnæði

Þegar eru liðin þrjú ár frá síðustu Íslandslotu bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins. Árið 2011 tók Ófeigur Sigurðsson við verðlaununum fyrir Skáldsögu um Jón, með honum á palli stóðu ellefu skáld og verðlaunahafar frá öðrum þjóðum sem taka þátt í Skapandi Evrópu – fjármögnunarverkefni Evrópusambandsins vegna hinna skapandi og menningarlegu greina. Verðlaununum er „ætlað að sýna nýjustu og bestu upprennandi rithöfundum í Evrópu sóma“ svo vitnað sé beint í framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um menntun, menningu, fjöltyngi og æskulýðsmál.

Þátttökuríki í Skapandi Evrópu eru öll þau sem eru meðlimir Evrópusambandsins auk Íslands, Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu (Fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu), Noregs, Serbíu og Svartfjallalands; alls 36 ríki. Þessum mikla hóp er skipt í þrennt og hvert ár útnefna dómnefndir eins þriðjungsins sinn verðlaunahafa. „Íslandslotan“ er því einnig lota Albaníu, Bretlands, Búlgaríu, Grikklands, Hollands, Lettlands, Liechtenstein, Möltu, Serbíu, Svartfjallalands, Tékklands og Tyrklands.

Að þessu sinni hlýtur Oddný Eir Ævarsdóttir verðlaunin fyrir skáldsöguna Jarðnæði (eða Land of Love, Plan of Ruins eins og hún nefnist í enskri þýðingu) og er hún vel að þeim komin. Góðir hlutir gerast hægt, en Oddný sendi söguna frá sér árið 2011. Hún hlýtur að launum verðlaunafé í erlendri mynt, að upphæð 5.000 evrur, auk þess sem útgefandinn, Bjartur, er hvattur til að sækja þýðingarstyrki til Evrópusambandsins.

Í íslensku dómnefndinni sátu þau Hermann Stefánsson, Ófeigur Sigurðsson og Auður Aðalsteinsdóttir, sem var jafnframt formaður dómnefndar.

Frekari upplýsingar um verðlaunahafa þessa árs má finna á vefsíðu Evrópusambandsins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál