Fréttir

Íslensku barnabókaverðlaunin

Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í dag, þau hlýtur Guðni Líndal Benediktsson fyrir bókina Leitin að Blóðey. Þetta er hans fyrsta bók, en hann hefur áður fengist við að semja smásögur, stuttmyndir og leikrit.

Alls bárust fimmtíu handrit í keppnina í ár en Leitin að Blóðey er tuttugasta og áttunda bókin sem hlýtur þessi verðlaun.

Leitin að Blóðey kemur út hjá Forlaginu með myndskreytingum eftir Ivan Cappelli. Fagnaður í tilefni útgáfu bæði hennar og Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson verður haldinn í bókabúðinni Eymundsson í Kringlunni laugardaginn 18. október kl. 14.

Leitin að Blóðey


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál