Fréttir

Kvinner på kanten

Norski rithöfundurinn Mette Karlsvik heimsækir Reykjavík og tekur þátt í dagskrá á vegum félagsskapar skáldkvenna sem kalla sig Kvinner på kanten.

Fimmtudaginn 23. október kl. 17:15 mun hún spjalla um bækur sínar í aðalsafni Borgarbókasafns í Grófarhúsi. Sérstök áhersla verður lög á bók hennar Bli Björk, sem er umdeild hér á landi en færði höfundinum verðlaun í heimalandinu. Birgit Hatlehol ræðir við Mette um tengsl hennar við Ísland, bæði almennt og í tengslum við tilurð og viðtökur þessarar bókar.

Mette Karlsvik hefur haft sterk tengsl við Ísland síðustu ár, eða allt frá því að efnahagskreppan skall hér á árið 2008. Hún hefur beint sjónum að bæði Noregi og Íslandi í verkum sínum, en hún hefur meðal annars skoðað tengsl tungumálanna og kannað ræturnar, bæði málvísindalega og menningarleg. Síðan hefur Mette sent frá sér þrjú skáldverk og eitt heimildaverk um tengsl landanna tveggja.

Spjallið fer fram á ensku og verður það á Reykjavíkurtorgi á fyrstu hæð Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu 15.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál