Fréttir

Vonarlandið og Kvíðasnillingarnir á höfundakvöldi

Höfundakvöldin í Gunnarshúsi hófust síðasta fimmtudag þegar Guðrún Eva og Ármann Jakobsson spjölluðu um bækur sínar fyrir fullu húsi. Upptaka frá kvöldinu var spiluð í þætti Jórunnar Sigurðardóttur, Orð*um bækur, sunnudaginn 19. október.

Dagskráin heldur áfram og nýir rithöfundar taka við keflinu á hverjum fimmtudegi fram að jólum. 

Fimmtudagskvöldið 23. október kl. 20.00 mæta þau Kristín Steinsdóttir, með glóðvolga bók sína Vonarlandið, og Sverrir Norland með Kvíðasnillingana.

Stjórnandi verður Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangseyrir er 500kr.

Kristín Steinsdóttir hefur skrifað meira en 30 bækur bæði fyrir börn og fullorðna. Vonarlandið er söguleg skáldsaga sem gerist í Reykjavík á ofanverðri 19. öld og segir frá hlutskipti nokkurra alþýðukvenna sem búa saman í litlu koti og starfa við vatns- og kolaburð, sem og þvott í Laugunum.

Sverrir Norland hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur, eina smásagnabók og hljómplötu með eigin lagasmíðum. Hann birtir einnig daglega nýja myndasögu undir heitinu „Þættir úr daglegu lífi“ (sverrir.tumblr.com). Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga hans.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál