Fréttir

Dimmudagur í Víkinni

Dimma útgáfa stendur fyrir skemmtilegri og fjölbreyttri menningardagskrá í Víkinni, kaffihúsinu í Sjóminjasafninu við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 25. október, milli kl. 14 og 17.

Hrært verður í lifandi blöndu bókmennta og tónlistar með tilheyrandi ilm og angan ásamt kynningu og kaffispjalli. Fram koma Aðalsteinn Ásberg, Árni Óskarsson, Gunnar Gunnarsson, Gyrðir Elíasson, Kristjana Stefánsdóttir, Magnús Sigurðsson, Sigurður Flosason og Svavar Knútur.

Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og eru allir velkomnir, börn, aldraðir, ungt fólk og fullorðið, karlar, konur, gullfiskar og golþorskar.

Hægt er að ganga inn í húsið báðum megin, en aðkoman Mýrargötumegin er mun fegurri og nóg af bílastæðum.

Sjá einnig Facebook-síðu viðburðarins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál