Fréttir

Þegar skýin rufu þögnina

Ritþing Gerðubergs hafa verið haldin frá árinu 1999 og eiga nú fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Fyrirkomulagið er þannig að rithöfundur situr fyrir svörum stjórnanda og tveggja spyrla í léttu persónulegu spjalli, leikin er lifandi tónlist sem tengist höfundi og lesið er upp úr verkum hans. Á þennan hátt gefst lesendum einstakt tækifæri til að öðlast persónulega innsýn í líf og feril rithöfundarins, kynnast persónunni á bakvið verkin, viðhorfum hans og áhrifavöldum.

Á ritþingi haustsins er Jón Kalman Stefánsson gestur. Stjórnandi þingsins er Eiríkur Guðmundsson og spyrlar eru Þorgerður E. Sigurðardóttir og Gauti Kristmannsson. Magga Stína leikur nokkur lög sem tengjast höfundi og verkum hans og leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir mun lesa úr bókum Jóns Kalmans.

Ritþingið stendur frá klukkan 14-16.30 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Ritþingin eru hljóðrituð og gefin út prentuð en útgáfuna má síðan nálgast rafrænt á heimasíðu Gerðubergs. Þingin eru því ekki aðeins ánægjuleg upplifun þeirra sem hlusta á staðnum heldur einnig varanleg heimild um viðkomandi rithöfund.

Aðgangur er ókeypis – allir eru velkomnir á ritþing á meðan húsrúm leyfir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál