Fréttir

Slútt furðusagnasmiðju – upplestur

Á mánudag munu þátttakendur í furðusagnasmiðju Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg nú í október leyfa gestum og gangandi að hlýða á smásögur sem skrifaðar voru inn í söguheima og veruleika sem skapaðir voru í smiðjunni. Fantasíur, vísindaskáldskapur, huldufólk, draugar, vampírur, egypskir guðir, norrænar gyðjur og fleiri furður spretta fram á upplestrardagskránni.

Hún fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, mánudaginn 27. október kl. 17 – 19.

Bókmenntaborgin bauð upp á furðusagnasmiðju með rithöfundinum og bókmenntafræðingnum Emil Hjörvari Petersen á Lestrarhátíð nú í október. Hópurinn hittist fjórum sinnum og nú gefst einstakt tækifæri til að kynnast nokkrum af þeim sögum sem þarna urðu til.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál