Fréttir

„Ég hef lesið margar Jönur“

Föstudaginn 24. október fer fram doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Alda Björk Valdimarsdóttir doktorsritgerð sína, „Ég hef lesið margar Jönur“. Höfundarvirkni Jane Austen í þremur kvennagreinum samtímans. Doktorsvörnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu og hefst kl. 14:00. Ritgerðin og vörnin eru á íslensku.

Andmælendur eru dr. Gauti Sigþórsson, dósent og greinaformaður fjölmiðlafræði í Greenwich-háskóla í Lundúnum og dr. Ingibjörg Ágústdóttir, lektor í ensku við Háskóla Íslands.

Sjá nánar um rannsóknarefnið og vörnina á vefsíðu Háskóla Íslands.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál