Fréttir

Iceland Noir: glæpasagnasmiðja

Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir var haldin í fyrsta skipti í nóvemberlok árið 2013 og vakti mikla athygli. Svo vel tókst til að ákveðið var að endurtaka leikinn og verður hátíðin haldin í annað sinn 20.-23. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að hátíðin verði árlegur liður í bókmenntalífi hérlendis.

Föstudaginn 21. nóvember heldur írski rithöfundurinn William Ryan glæpasagnasmiðju í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, kl. 17-19.30. Enn eru örfá sæti laus.

Ryan hélt samskonar smiðju í fyrra sem tókst sérdeilis vel. Ryan hefur sent frá sér þrjár glæpasögur, sem allar gerast í Sovétríkjunum á fjórða áratugnum. Hann nýtir sér sagnfræðimenntun sína til að teikna sögusviðið upp á áhrifamikinn hátt og teflir fram heiðvirðum rannsóknarlögreglumanni sem stendur að nokkru leyti á skjön við kerfið – hið vaxandi veldi kommúnismans. Sjá heimasíðu Ryans, www.william-ryan.com.

Þátttökugjald er 3000 kr. og hámarksfjöldi er 15 manns.

Skráning er hjá Úlfhildi Dagsdóttur, ulfhildur.dagsdottir@reykjavik.is.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál