Fréttir

Málþing um Einar Ben á laugardag

Háskóli Íslands efnir til málþings um Einar Benediktsson laugardaginn 1. nóvember í tilefni af 150 ára afmæli skáldsins (sem verður þann 31. október næstkomandi). Þingið verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands, í aðalbyggingu, frá kl. 13 til 16.

Kvennakór Háskóla Íslands, undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, flytur tvö lög við ljóð Einars Benediktssonar.

Málþingsstjóri verður Inga B. Árnadóttir, prófessor á Heilbrigðisvísindasviði, en fyrirlesarar koma af fjórum fræðasviðum:

  • Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði: „ ... sekur er sá einn – sem tapar.“ Um manngildi og hetjuskap í ljóðum Einars.
  • Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor á Hugvísindasviði: Hafkvæði Einars Benediktssonar.
  • Þorsteinn Þorsteinsson, aðjunkt á Verkfræði- og náttúruvísindasviði: Hann sundlaði ekki við milljónunum.
  • Þorvaldur Gylfason, prófessor á Félagsvísindasviði: Stórskáld smáþjóðar.

Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál