Fréttir

Dröfn og hörgult í Hannesarholti

Dröfn og hörgultFöstudaginn 7. nóvember n.k. verður útgáfu nýrrar ljóðabókar Baldurs Óskarssonar fagnað í menningasetrinu Hannesarholti, Grundarstíg 10.

Bókin nefnist Dröfn og hörgult, og verður hans síðasta frumsamda ljóðabók. Baldur hafði fyrir andlát sitt fullklárað handritið, ákveðið mynd á bókarkápu og gengið frá því að bókin skyldi koma út haustið 2014.

Dagskrá hefst kl. 17:00.

Rithöfundurinn Jón Hallur Stefánsson fjallar um skáldskap Baldurs, Erlingur Gíslason, leikari, les ljóð og sýnd verður stuttmynd Bjarkar Gunnbjörnsdóttur, Afi - Baldur Óskarsson.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál