Fréttir

Mörður heitir maður enn

Mörður eftir Bjarna HarðarsonBókaútgáfan Sæmundur og kaffihús Iðu í Zimsen húsinu halda málfund um Mörð Valgarðsson í tilefni af úkomu bókarinnar Mörður eftir Bjarna Harðarson. Það verður fimmtudagskvöldið 13. nóvember kl. 20:30 í Iðu Zimsen, Vesturgötu 2A, Reykjavík.

Frummælendur á málfundinum verða:

Svanhildur Óskarsdóttir dósent á Árnastofnun:
Mörður – fastur í hlutverkinu? 

Friðrik Erlingsson leikstjóri og rithöfundur:
Hvaða harma á Mörður að hefna? 

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur:
„Forfeður vorir höfðu þræla“ – lítið eitt um kelta á Íslandi 

Bjarni Harðarson bóksali og rithöfundur:
„Er nokkur arfasáta hér úti ...“ – höfundur les úr nýútkominni bók

Fundarstjóri verður Guðjón Ragnar Jónasson.

Umræður og fyrirspurnir. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kaffibolli fylgir hverri kökusneið - hamingjustundir á barnum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál