Fréttir

Höfundakvöld Gunnarshúss á fimmtudag

Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja spurninga. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.

Fimmtudaginn 13. nóvember mæta þau Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Leifsson, lesa upp og svara spurningum Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur bókmenntafræðings um nýútkomnar bækur sínar.

Ný ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur nefnist Kok og er ríkulega myndskreytt. Hún er heilsteypt og beinskeytt listaverk um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi.

Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson fjallar um Sylvek, sem býr hjá ömmu sinni í Reykjavík, þar sem ekkert gerist. En síðan fer einhver að myrða unga drengi í hverfinu. (Lesið umfjöllun Veru Knútsdóttur um bókina hér á vefnum.)

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangseyrir er 500kr.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál