Fréttir

Evrópumeistarinn & Ástarmeistarinn

ÁstarmeistarinnOddný Eir Ævarsdóttir tekur við Bókmenntaverðlaunum Evrópusambandsins í Brussel í næstu viku, en Bókmenntaverðlaunum Evrópusambandsins er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu.

Oddný hefur og nýverið gefið frá sér skáldsöguna Ástarmeistarinn.

Af þessu tvöfalda tilefni bjóða bókaforlagið Bjartur, Bókmenntaverðlaun ESB og Evrópustofa við til veislu á fjórðu hæðinni í Eymundsson, Austurstræti, fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 17.

Auður Aðalsteinsdóttir, formaður íslensku landsdómnefndar Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins segir frá verðlaununum í fáeinum orðum og frá niðurstöðu dómnefndar.

Magga Stína mun flytja lög eftir Bubba: „Þjóðlag“ eftir Bubba og Snorra Hjartarson og „Haustið á liti.“ Möggu Stínu til halds og trausts verða Jakob Smári Magnússon bassaleikari og Pétur Hallgrímsson gítarleikari.

Oddný Eir mun útskýra tengslin við Bubba-lögin og segja nokkur orð um verk sín.

Bóksalinn góði Eymundsson verður með bækur Oddnýjar á tilboðsverði og höfundur er fús að árita.

Rebekka Þráinsdóttir heldur utan um veisluna og sér til þess að allt fari vel fram.

Verið velkomin!

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál