Fréttir

Smásagnakvöld í BMM

Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20:30 býður Bókabúð Máls og menningar til smásagnakvölds, þar sem fram koma þrír rithöfundar og einn píanóleikari.

Gestir kvöldsins verða:

Davíð Stefánsson, sem les upp úr bókinni Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum

Gyrðir Elíasson, hann les upp úr bókunum Koparakur og Lungnafiskarnir

Silja Aðalsteinsdóttir, en hún les upp úr eigin þýðingu á smásagnasafni Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro, Lífið að leysa.

Loks ætlar Gunnar Gunnarsson, píanóleikari, að leika lög af plötunni 525.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál