Fréttir

Sagarana við Tjörnina

Sagarana forlag kynnir væntanlegar og útkomnar bækur sínar í boði Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO og Café Lingua miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17:30 í kaffihúsi Tjarnarbíós, Tjarnargötu 12.

Þar verður lesið úr þremur útkomnum bókum: 10.01 nótt eftir Ölmu Mjöll Ólafsdóttur, Þar sem sprengjurnar féllu eftir Örn H. Bjarnason og Maðurinn sem hvarf eftir Sigurstein Másson.

Þá verður lesið úr væntanlegum bókum bæði á frummáli og í íslenskri þýðingu. Það eru bækurnar Vindurinn sem var ekki eftir danska verðlaunahöfundinn Josefine Klougart og Sumarfrí, aftur eftir argentínska höfundinn Alejandro V. Di Marzio og les höfundur sjálfur upp á frummálinu.

Allir eru velkomnir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál