Fréttir

Jónasinn Steinunnar

Steinunn Sigurðardóttir hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár, en verðlaunin voru afhent á laugardaginn var. Af því tilefni býður Eymundsson gestum og gangandi að hitta Steinunni, hlýða á dálitla dagskrá og þiggja léttar veitingar í nýrri verslun að Laugavegi 77, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17.

Haukur Ingvarsson stýrir stuttri dagskrá. Bækur verður á tilboðsverði og höfundur er fús að árita.

Ný skáldsaga Steinunnar, sem Bjartur gefur út, heitir Gæðakonur - en orðið er einmitt fengið frá Jónasi. Gæðakonur er tólfta skáldsaga hennar. Steinunn hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1996, fyrir skáldsöguna Hjartastaður, en ritferill hennar er langur og fjölbreyttur. Nú í haust eru 45 ár frá því að fyrsta bók hennar, ljóðabókin Sífellur, kom út. Árið 2012 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók Öldu Valdimarsdóttur og Guðna Elíssonar um ljóð og skáldsögur Steinunnar, sem ber heitið: Hef ég verið hér áður?


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál