Fréttir

Hvernig varð Ósjálfrátt til?

Auður Jónsdóttir heldur fyrirlestur um skáldsögu sína Ósjálfrátt, á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, föstudaginn 21. nóvember kl. 12.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Ósjálfrátt hlaut Fjöruverðlaunin í fyrra og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sama ár, ásamt Illsku Eiríks Arnar Norðdahl.

Fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? hefur verið stýrt af Námsbraut í ritlist við Háskóla Íslands og Bókmennta- og listfræðastofnun HÍ frá árinu 2009.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál