Fréttir

Feminískar bókmenntir í bókakaffi Gerðubergs

Bókakaffi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergi er einn af þessum föstu punktum í tilverunni. Hér mætti ganga lengra og segja að það sé fastur liður í dagskrá Gerðubergs. Þetta eru engar ýkjur.

En bókakaffið tekur stöðugt breytingum. Í haust hefur umsjá þess verið í höndum bókablogghópsins Druslubóka og doðranta, þar hefur þegar verið fjallað um bókmenntir innflytjenda og sjálfsævisögulega texta eftir konur. Nú á miðvikudag, þann 26. nóvember kl. 20, verður umfjöllunarefnið feminískar bókmenntir – eða bókmenntir sem teljast hafa skýran feminískan eða hinsegin vinkil.

Á miðvikudagskvöld kl. 20 í Gerðubergi, og allir eru velkomnir, að sjálfsögðu.

Í Bókakaffinu er spjallað um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veitinga í notalegu andrúmslofti. Markmiðið er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál