Fréttir

Samband skáldskapar og heimspeki í kjallaranum

Félag áhugamanna um heimspeki þjófstartar aðventunni með skemmtilegu bókmenntakvöldi í Stúdentakjallaranum, fimmtudaginn 27. nóvember klukkan 19:30.

Á bókmenntakvöldinu munu þátttakendur takast á við spurninguna um mögulegt samband skáldskapar og heimspeki, bæði í eigin verkum og almennt.

Rithöfundarnir Bjarni Bjarnason, Davíð Stefánsson, Heiðrún Ólafsdóttir og Stefán Máni hafa boðað komu sína en formaður félagsins, Erla Karlsdóttir, stýrir dagskrá.

Það sem tengir bókmenntir og heimspeki er hinn ritaði texti en hvoru megin borðsins sá texti fellur er ekki alltaf jafnt skýrt. Bertrand Russell, Jean Paul Sartre og Simone de Beauvoir eru allt heimspekingar sem einnig skrifuðu skáldverk. Dostoyevsky og Irish Murdoch voru heimspekingar sem betur eru þekkt fyrir skáldverk sín. Svo ekki sé minnst á Søren Kierkegaard, Friedrich Nietzsche, Luce Irigaray, Hélene Sixous og mörg fleiri sem fljóta illskilgreinanlega þarna á milli.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál