Fréttir

Þýðingahlaðborð æskunnar

Laugardaginn 29. nóvember kl. 15 verða nýjar þýddar barna- og unglingabækur í brennidepli á aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15.

Þá mæta þýðendur eftirfarandi bóka á safnið og lesa upp fyrir safngesti:

Nanna norn eftir Korky Paul og Valerie Thomas. Þýðandi Hallgrímur Helgi Helgason.

Örleifur og hvalurinn eftir Julian Tuwin. Þýðandi Þórarinn Eldjárn.

Skúli skelfir og draugarnir eftir Francesca Simon. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.

Eleanor og Park eftir Rainbow Rowell. Þýðandi Marta Hlín Magnadóttir.

Tími undranna eftir Karen Thompson Walker. Þýðandi Davíð Þór Jónsson.

Rauð sem blóð eftir Salla Simukka. Þýðand Erla E. Völudóttir.

Inn í sortann eftir Celine Kiernan. Þýðandi Birgitta Elín Hassell.

Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir.

Þýðingahlaðborð æskunnar


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál