Fréttir

Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini

Hefð hefur skapast fyrir því á Gljúfrasteini að bjóða rithöfundum og þýðendum að lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum á safninu í aðdraganda jóla. Sextán höfundar og þýðendur koma fram að þessu sinni og verður lesið upp úr verkum af ýmsum toga; ljóðum, skáldsögum, smáprósum og þýddum verkum.

Þeir höfundar sem munu ríða á vaðið sunnudaginn 30. nóvember næstkomandi eru þau Guðbergur Bergsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Hjörtur Marteinsson og Sigurbjörg Þrastardóttir.

Öll hafa þau sent frá sér ný skáldverk á árinu; Guðbergur skáldsöguna Þrír sneru aftur, Guðrún glæpasöguna Beinahúsið, Hjörtur ljóðabókina Alzheimer tilbrigðin og Sigurbjörg ljóðabókina Kátt skinn (og gloría).

Upplestrarnir verða á aðventunni, sá fyrsti sunnudaginn 30. nóvember og sá síðasti þann 21. desember.

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Heildardagskrá aðventuupplestranna má finna á heimasíðu Gljúfrasteins.

Kápur bóka


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál