Fréttir

Nefnt til verðlauna

Í gær, 1. desember, var á Kjarvalsstöðum tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Fimm bækur voru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna og fimmtán bækur, í þremur flokkum, til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Þær þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2014 eru:

Listin að vera einn eftir Shuntaro Tanikawa. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: Dimma

Út í vitann eftir Virginiu Woolf. Þýðandi: Herdís Hreiðarsdóttir. Útgefandi: Ugla

Uppfinning Morles eftir Adolfo Bioy Casares. Þýðandi: Hermann Stefánsson. Útgefandi: 1005, Kind

Náðarstund eftir Hönnuh Kent. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson. Útgefandi: JPV

Lífið að leysa eftir Alice Munro. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu Árni Matthíasson (formaður nefndar), María Rán Guðjónsdóttir og Tinna Ásgeirsdóttir.

Sjá tilnefningar og handhafa verðlauna fyrri ára hér á vefnum.

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru í þremur flokkum, eins og áður segir.

Í flokki barna- og unglingabóka eru tilnefndar: 

Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson. Útgefandi: JPV útgáfa

Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Útgefandi: Vaka-Helgafell

Nála – riddarasaga eftir Evu Þengilsdóttur. Útgefandi: Salka

Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarin Eldjárn og Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi: Vaka-Helgafell

Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson. Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu Helga Ferdinandsdóttir (formaður nefndar), Árni Árnason og Þorbjörg Karlsdóttir.

Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar:

Þrír sneru aftur eftir Guðberg Bergsson. Útgefandi: JPV útgáfa

Koparakur eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi: Dimma

KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur. Útgefandi: JPV útgáfa

Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson. Útgefandi: Mál og menning

Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur. Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu Tyrfingur Tyrfingsson (formaður nefndar), Erna Guðrún Árnadóttir og Knútur Hafsteinsson.

Í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis eru tilnefndar:

Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúni Gísladóttur. Útgefandi: Veröld

Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í Reykjavík 1930-1970 eftir Eggert Þór Bernharðsson. Útgefandi: JPV útgáfa

Gunnlaugur Halldórsson – Arkitekt, ritstjóri: Pétur H. Ármannsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar eftir Snorra Baldursson. Útgefandi: Forlagið og Bókaútgáfan Opna

Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda eftir Svein Yngva Egilsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan

Dómnefnd skipuðu Hildigunnur Sverrisdóttir (formaður nefndar), Aðalsteinn Ingólfsson og Pétur Þorsteinn Óskarsson.

Sjá tilnefningar og handhafa verðlauna fyrri ára hér á vefnum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál