Fréttir

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Dómnefndir Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna kynntu tilnefningar til verðlaunanna á aðalsafni Borgarbókasafns í gær, fimmtudaginn 4. desember. Verðlaunin sjálf verða afhent á nýju ári, á árlegri bókmenntahátíð kvenna – Góugleðinni.

Fjöruverðlaunin eru veitt í þremur flokkum: Fagurbókmenntum, fræðibókum og ritum almenns eðlis, og barna- og unglingabókmennta.

Tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða. Verðlaunin voru fyrst afhent 2007, hægt er að sjá verðlaunahafa og tilnefningar fyrri ára hér á vefnum.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningu að þessu sinni:

Í flokki fagurbókmennta:

Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:

Saga þeirra, sagan mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson
Kjaftað um kynlíf eftir Siggu Dögg
Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir

Í flokki barna- og unglingabókmennta:

Á puttanum með pabba eftir Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur
Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur
Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur

Upplýsingar um dómnefndir og rökstuðning dómnefnda má nálgast á heimasíðu fjöruverðlaunanna, fjoruverdlaunin.wordpress.com, innan tíðar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál