Fréttir

Bókmenntakynning MFÍK

Árleg bókmenntakynning MFÍK verður laugardaginn 6. desember í MÍR salnum við Hverfisgötu 105. Upplesturinn hefst kl. 14 en húsið opnar 13.30.

Eftirtaldir höfundar kynna verk sín:

Kristín Steinsdóttir: Vonarlandið
Úlfhildur Dagsdóttir: Myndasagan
Elísabet Jökulsdóttir: Ástin er ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett
Margrét Marteinsdóttir og Rakel Garðarsdóttir: Vakandi veröld – ástaróður
Guðrún Hannesdóttir: Slitur úr orðabók fugla
Ármann Jakobsson: Síðasti galdrameistarinn

Sérstakur gestur: Olga Markelova, ljóðskáld og þýðandi.

Glæsilegt kaffihlaðborð á 1.000 krónur.

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK eru elsta friðarhreyfing á landinu sem enn er starfandi. Þau voru stofnuð árið 1951 og hafa starfað samfellt í yfir 60 ár. Félagar eru tæplega tvö hundruð, á aldrinum 5 til 102 ára, eingöngu konur.

Markmið samtakanna er að sameina allar konur án tillits til trúar eða stjórnmálaskoðana til baráttu fyrir alheimsfriði og afvopnun, og efla samvinnu kvenna í þágu friðar, mannréttinda og menningar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál