Fréttir

Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini

Aðventuupplestrar Gljúfrasteins áttu að hefjast síðasta sunnudag, þann 30. nóvember, en þá var dagskrá aflýst vegna veðurs. Dagskrá Gljúfrasteins hefst því í reynd nú á sunnudag, öðrum í aðventu.

Þá mæta eftirtaldir höfundar í hús skáldsins og kynna verk sín:

Áslaug Agnarsdóttir (þýðandi): Bréfabók eftir Mikhail Shishkin
Bjarki Bjarnason: Ástríður
Guðrún Guðlaugsdóttir: Beinahúsið
Gyrðir Elíasson: Koparakur / Lungnafiskarnir
Pétur Gunnarsson: Veraldarsaga mín

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Heildardagskrá aðventuupplestranna má finna á heimasíðu Gljúfrasteins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál