Fréttir

Aðventuupplestrum lýkur

Komið er að síðasta aðventuupplestri vetrarins á Gljúfrasteini en hann fer fram sunnudaginn 21. desember.

Þeir höfundar sem koma fram að þessu sinni  eru þau Hjörtur Marteinsson, Oddný Eir Ævarsdóttir, Soffía Bjarnadóttir, Þórarinn Eldjárn og Þórdís Gísladóttir.

Öll hafa þau sent frá sér ný skáldverk á árinu; Hjörtur ljóðabókina Alzheimer tilbrigðin, Oddný Eir skáldsöguna Ástarmeistarinn, Soffía skáldsöguna Segulskekkja, Þórarinn Eldjárn ljóðabókina Tautar og raular og Þórdís Gísladóttir ljóðabókina Velúr.

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Heildardagskrá aðventuupplestranna má finna á heimasíðu Gljúfrasteins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál