Fréttir

Tökuljóðakvöld á Loft Hostel

Fimmtudagskvöldið 22. janúar kl. 20 stendur grasrótarforlagið Meðgönguljóð fyrir tökuljóðakvöldi á Loft Hostel við Bankastræti. Þar munu átta skáld koma fram og lesa bæði eigin ljóð og annarra – sem tökuljóð eða ábreiður. Óhætt er að búast við fjölbreyttum og epískum upplestri, en því lofa aðstandendur.

Þau sem munu lesa upp eru:

Ásta Fanney Sigurðardóttir
Bergþóra Einarsdóttir
Kristín Svava Tómasdóttir
Magnús Sigurðsson
Sigurður Örn Guðbjörnsson
Soffía Bjarnadóttir
Þórdís Gísladóttir
og Þórður Sævar Jónsson.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál