Fréttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent

Íslensku bókmenntaverðlaunin sem forseti Íslands afhendir, voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á föstudag. Verðlaunahafarnir voru og eru þessir:

Í flokki fagurbókmennta: Ófeigur Sigurðsson fyrir skáldsöguna Öræfi (Mál og menning gefur út),

í flokki barna- og unglingabóka: Bryndís Björgvinsdóttir fyrir unglingabókina Hafnfirðingabrandarinn (Vaka-Helgafell gefur út),

og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Snorri Baldursson fyrir Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar (Forlagið og Opna gefa út).

Þau hljóta að launum verðlaunagripi og eina milljón króna hvert.

Sjá aðra tilnefnda og verðlaunahafa fyrri ára hér á vefnum.

Nánari upplýsingar um dómnefndir og skipulag verðlaunanna á vef Félags íslenskra bókaútgefenda.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál