Fréttir

Yrsa hlýtur Blóðdropann

Blóðdropinn, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, var afhentur við athöfn á Borgarbókasafninu í Grófinni í gær, fimmtudaginn 18. júní.

Yrsa Sigurðardóttir hlaut verðlaunin fyrir glæpasöguna DNA, sem kom út á síðasta ári. Þetta er í annað sinn sem hún hreppir þessi verðlaun, en áður vann hún árið 2011 fyrir Ég man þig.

Formaður dómnefndar, Inga Magnea Skúladóttir, tilkynnti um úrslitin og Eiríkur Brynjólfsson, foringi Hins íslenska glæpafélags, afhenti sjálf verðlaunin.

DNA er þar með tilnefnd af Íslands hálfu til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Yrsa Sigurðardóttir


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál