Fréttir

Ós Pressan - sýning og upplestur í Grófarhúsi

Laugardaginn 3. október býður Ós Pressan gesti velkomna á upplestur og opnun sýningarinnar. "We are Ós / Þetta er us"

 „We are Ós/ Þetta er us“ er fyrsta sýning Ós Pressunnar sem er nýlega stofnað samfélag rithöfunda á Íslandi sem helgar starf sitt því að stefna saman rithöfundum og skrifum af jaðri íslensks samfélags. Reynsla skrifuð af nýjum röddum, á hinum ýmsu tungumálum og sem nær yfir fjölbreytt svið.

Höfundar hittust í fyrsta skipti á ritsmiðju í skapandi skrifum fyrr á þessu ári á vegum Reykjavíkurborgar, Bókmenntaborgar UNESCO. Höfundarnir eru níu talsins af sjö þjóðernum og eru að stíga sín fyrstu skref sem rithöfundar og ljóðskáld. Við lok ritsmiðjunnar var ljóst að þörf var á stofnun nýs grasrótarfélags með það að markmiði að veita rithöfundum af ólíkum uppruna sem búa í Reykjavík tækifæri til þess að koma saman og deila reynslu sinni af heiminum og því fólki sem þar býr. Öll höfum við sögu að segja og er þetta eitt af markmiðum Ós Pressunnar.

Þessi viðburður og sýning eru hluti af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og Lestrarhátíð Reykjavíkurborgar. Ljóðasýningin mun standa frá laugardeginum 3. október til mánudagsins 2. nóvember á Reykjavíkurtorgi á Borgarbókasafninu Grófinni.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál