Fréttir

Lestrarhátíð 2015 - Sögur handa öllum

Þema Lestrarhátíð í ár tengist 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og verður kastljósinu beint að rithöfundinum Svövu Jakobsdóttur og röddum kvenna í bókmenntum. Hátíðin heitir Sögur handa öllum í höfuð smásagnasafns Svövu sem ber þetta nafn og verður safnið endurútgefið í kilju hjá Forlaginu í ritröðinni Íslensk klassík. Safnið hefur að geyma þrjár bóka Svövu, Veizlu undir grjótvegg, Gefið hvort öðru og Undir eldfjalli. Það kemur út á fyrsta degi Lestrarhátíðar, þann 1. október. Úrval smásagna Svövu verður því aftur aðgengilegt íslenskum lesendum.

Sjá nánar á síðu bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál