Fréttir

Ölvaðar konur og gljáfægðir speglar: Bókmenntaganga

Ölvaðar konur og gljáfægðir speglar: Á slóðum kvenna í Bókmenntaborg

7. október 2015, kl. 17:15

Ný bókmenntamerking, til heiðurs Svövu Jakobsdóttur, verður afhjúpuð miðvikudaginn 7. október, kl. 17.15, við Alþingishúsið.

Í tilefni af Lestrarhátíð í Bókmenntaborg og nýrri bókmenntamerkingu tileinkaðri Svövu Jakobsdóttur verður svo í kjölfarið farin bókmenntaganga um slóðir þeirra kvenna sem þegar má finna merki um á  húsum í miðbænum. Lagt verður upp frá Alþingishúsinu og við sögu koma speglar, þvottar, ástir og ölvun. Gangan tekur ca. 90 mín.

Leiðsögukonur verða þær María Þórðardóttir leikkona og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál