Fréttir

"Á landamærahafinu": spjall um sögur Svövu Jakobsdóttur

Svava Jakobsdóttir er í brennidepli Lestrarhátíðar í Reykjavík og í tilefni af því er bókakaffi októbermánaðar helgað verkum hennar. Bókmenntafræðingurinn Daisy Neijmann fjallar um verk Svövu í erindi sem nefnist "Á landamærahafinu".

Verk Svövu Jakobsdóttur (1930-2004) hafa heillað ótal marga í heil fimmtíu ár. Hún birti fyrstu smásögur sínar á sjöunda áratugnum. Samt eru þær jafn ferskar, sláandi og áhrifamiklar í dag og þegar þær komu fyrst út. Sögur hennar virðast búa yfir þeim galdri að tala til lesenda á öllum aldri og hvaðan sem er í heiminum. Í þessu erindi verður  fjallað, frá persónulega sjónarhorni, um þennan töfraheim Svövu þar sem landamæri mynda lykilstef.

Bókakaffið fer fram í Gerðubergi, 28. október og hefst kl. 20.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál