Fréttir

Ritþing Gerðubergs: Auður Ava Ólafsdóttir

Rabarbari, karlmennska og dvergar - Auður Ava Ólafsdóttir

Ritþing Gerðubergs hafa verið haldin frá árinu 1999 og eiga nú fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Fyrirkomulagið er þannig að rithöfundur situr fyrir svörum stjórnanda og tveggja spyrla í léttu persónulegu spjalli, leikin er lifandi tónlist sem tengist höfundi og lesið er upp úr verkum hans. Á þennan hátt gefst lesendum einstakt tækifæri til að öðlast persónulega innsýn í líf og feril rithöfundarins, kynnast persónunni á bakvið verkin, viðhorfum hans og áhrifavöldum.

Á ritþingi haustsins er Auður Ava Ólafsdóttir gestur. Stjórnandi þingsins er Guðni Tómasson og spyrlar eru Auður Aðalsteinsdóttir og Hallgrímur Helgason.

Tónlist flytur hljómsveitin Milkywhale við texta eftir Auði Övu.

Ritþingið stendur frá klukkan 14-16.30 í Borgarbókasafninu Gerðubergi.

Ritþingin eru hljóðrituð og gefin út prentuð en útgáfuna má síðan nálgast rafrænt á heimasíðu Gerðubergs. Þingin eru því ekki aðeins ánægjuleg upplifun þeirra sem hlusta á staðnum heldur einnig varanleg heimild um viðkomandi rithöfund.

Aðgangur er ókeypis – allir eru velkomnir á ritþing á meðan húsrúm leyfir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál