Fréttir

Konkretljóð Óskars Árna Óskarssonar, dadaismi og útgáfur Medúsu og Smekkleysu

Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 12.05 verða flutt tvö erindi um framúrstefnuljóð, prenttilraunir og bókverk á 20. öld í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í tengslum við sýninguna „dadadieterdúr – samruni orðlistar og myndlistar“.

Úlfhildur Dagsdóttir verður með erindi um konkretljóð Óskars Árna Óskarssonar og Sjón og Ólafur Engilbertsson fjalla um dadaisma og útgáfur Medúsu og Smekkleysu.

Síðastliðinn þriðudag flutti Benedikt Hjartarson erindið „Hver síða verður að springa“: Um framúrstefnu, ljóðsmíðar og prenttilraunir“ og Vigdís Rún Jónsdóttir fjallaði um kortlagningu á konkretljóðum á Íslandi á árunum 1955-1975.

Efnt er til fyrirlestranna í samvinnu við „Rannsóknastofu um framúrstefnu“ við Háskóla Íslands (http://avantgarde.hi.is/)

Allir velkomnir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál