Fréttir

„Jane Austen með martíniglas í hönd“

Miðvikudaginn 25. nóvember er bókakaffikvöld Gerðubergs helgað Janes Austen og skvísusögum. Alda Björk Valdimarsdóttir flytur þar erindi undir yfirskriftinni „Jane Austen með martíniglas í hönd“.

Skáldsögu Candace Bushnell Beðmálum í borginni hefur verið lýst með orðunum „Jane Austen með martíniglas í hönd“. Bushell og Fielding eru taldar mæður skvísusögunnar í nútímanum. Til marks um áhrif Austen á skvísusöguna er það þekkt að Dagbók Bridget Jones eftir Fielding byggir á Hroka og hleypidómum eftir Austen. Skvísurnar í skvísusögum minna um margt á kvenhetjur Jane Austen, en skvísusögur takast á við vandamál nútímakvenna með húmorinn að vopni. Bókmenntagreinin gegnir mikilvægu hlutverki í sögu kvennabóka en hefur ekki fengið yfirvegaða og hlutlausa umræðu heldur er gjarnan stimpluð sem froða eða rusl. Er það í samræmi við viðtökuhefðina á verkum skrifuðum af konum og lesnum af konum. Tobba Marinós er helsti fulltrúi skvísusögunnar á Íslandi og eru viðtökur á henni sem höfundi mótsagnakenndar, flóknar og einkennast af rætni og andúð. Viðtökur á skvísusögum vekja upp spurningar um það hvort  ákveðið veiðleyfi sé á afþreyingu fyrir og eftir konur.

Bókakaffi er hluti af dagskrárröð í Gerðubergi á miðvikudagskvöldum. Bókakaffið fer fram í kaffihúsinu þar sem spjallað er um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestirnir njóta veitinga í notalegu andrúmslofti. Markmiðið með bókakaffinu er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál