Fréttir

Gjöf til barna landsins

Fimmtudaginn 10. desember eru liðin 60 ár frá því Halldór Laxness veitti Nóbelsverðlaununum viðtöku.
Af því tilefni mun Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands færa börnum landsins dagskrána „Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness“ að gjöf fyrir hönd Gljúfrasteins og Radda – samtaka um vandaðan upplestur og framsögn.

Afhendingin fer fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ þennan sama dag, 10. desember, kl. 13.00.

Þá munu nemendur úr Varmárskóla syngja og flytja texta Halldórs Laxness.

Baldur Sigurðsson dósent mun einnig flytja erindi um texta Halldórs Laxness sem valdir
voru í heftið Þegar lífið knýr dyra.

Kaffi og meðlæti í boði Mosfellsbæjar, allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál