Fréttir

Fjöruverðlaunin afhent

Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna voru afhent í Höfða síðdegis fimmtudaginn 21. janúar.

Halldóra K. Thoroddsen hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir nóvelluna Tvöfalt gler, sem kom út í þriðja árgangi tímaritsins IOOV.

Hildur Knútsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir unglingasöguna óhugnalegu Vetrarfrí.

Og Þórunn Sigurðardóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld, sem er rannsókn á tækifæriskvæðum frá árnýöld.

Rökstuðning dómnefndar og fleira má lesa hér á heimasíðu verðlaunanna.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál