Fréttir

Hvað mælti Óðinn?

Þeir Bjarni Hinriksson og Jón Karl Helgason hafa í sameiningu gefið frá sér myndasögu sem nefnist Hvað mælti Óðinn? Af því tilefni efna myndasöguforlögin Gisp! og Froskur til útgáfufagnaðar á Kaffi Laugalæk/Gallerí Laugalæk (í gamla Verðlistahúsinu við Laugalæk) föstudaginn 21. október kl. 17.00.

Myndasagan verður seld á sérstöku kynningarverði við þetta tækifæri, auk þess sem sýnishorn og hljóðdæmi úr bókinni verða borin á borð, ásamt nýnorrænum guðaveigum.

Myndasagan Hvað mælti Óðinn? er frjálsleg endursköpun á eddukvæðinu Vafþrúðnismálum. Kvæðið lýsir háskalegri fróðleikskeppni Óðins og jötunsins Vafþrúðnis en birtir um leið heimsmynd heiðinna manna með eftirminnilegum hætti. Samkvæmt Vafþrúðni var jörðin upphaflega smíðuð úr skrokki jötunsins Ýmis en hann spáir jafnframt fyrir um endalok Óðins og fleiri guða í Ragnarökum. Kvæðið er túlkað í litríkum teikningum Bjarna en jafnframt ort upp á nútímamáli af þeim Jóni Karli og Jóni Halli Stefánssyni.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál