Fréttir

Höfundakvöld í Gunnarshúsi

Fórnarleikar eftir Álfrúnu GunnlaugsdótturHöfundakvöld í Gunnarshúsi fimmtudaginn 27. október er helgað Álfrúnu Gunnlaugsdóttur sem í haust sendir frá sér skáldsöguna Fórnarleikar.

Spjallað verður við Álfrúnu um verk hennar, um lífið og tilveruna, um heima og geima, frásagnarlist og fagurfræði, um skáldskap og stjórnmál, um Spán þar sem hún hefur mikið dvalist, um Ísland og íslenskt samfélag, um hvað sem helst, en þó aðallega um nýju skáldsöguna sem á eftir að gleðja mjög alla dygga lesendur Álfrúnar og ekki síður þá sem eiga eftir að uppgötva hana.

Í hléi verður boðið upp á spænskt að narta í og hvítvín að sötra.

Umsjónarmaður verður Hermann Stefánsson.

Sjá einnig síðu viðburðarins á Facebook þar sem hægt er að leggja spurningar til umsjónarmanns í góðu tómi.

Og sjá síður Álfrúnar hér á vefnum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál