Fréttir

Dimma og Drungi

Glæpasagnahöfundurinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónasson verður gestur á bókmenntakvöldi Bókasafns Seltjarnarness þriðjudagskvöldið 1. nóvember. Þar ætlar hann að fjalla um skáldsöguna Dimmu, sem kom út á síðasta ári, og óbeint framhald hennar, Drunga, sem kemur út þann 3. nóvember. Dagskráin hefst kl. 19.30.

Bókmenntakvöldið er hluti af röð menningarviðburða sem fara fram á bókasafninu þessa fyrstu viku í nóvember. Sjá nánar á vefsíðu bókasafnsins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál