Fréttir

Bókakonfekt á Rosenberg

Bókakonfektið er röð upplestrarkvölda sem Forlagið heldur á miðvikudögum í nóvember, á Café Rosenberg að venju. Höfundar Forlagsins lesa úr verkum sínum og árita bækur síðar, sem verða til sölu á staðnum.

Fyrstu 30 gestirnir hvert kvöld fá að launum drykkjarmiða sem hægt er að nýta á barnum.

Fyrsta kvöldið verður haldið miðvikudagskvöldið 2. nóvember frá kl. 20-22. Þar koma fram:

Sigurður Pálsson – Ljóð muna rödd
Inga Mekkin Beck – Skóladraugurinn
Einar Kárason - Passíusálmarnir
Sverrir Norland – Fyrir allra augum
Guðmundur Andri Thorsson – Hæg breytileg átt
Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsson – Íslandsbók barnanna
Óskar Magnússon – Verjandinn
Hildur Knútsdóttir – Vetrarhörkur

Sjá einnig skráningu viðburðarins á Facebook.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál