Fréttir

Glæpakvöld á Sólon

Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags verður haldið á Sólon, Bankastræti 7a, fimmtudaginn 17. nóvember næstkomandi. Húsið opnar klukkan 20 með glæpadjassi Edda Lár og félaga en lestur hefst klukkan 20.30.

Allir eru velkomnir.

Útgefnar íslenskar glæpasögur hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. Höfundar munu lesa úr ellefu þeirra, það eru:
 
Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir: Dauðinn í opna salnum.
Hildur Sif Thorarensen: Einfari.
Ingvi Þór Kormáksson: Níunda sporið.
Jónína Leósdóttir: Konan í blokkinni.
Kristján Atli Ragnarsson: Nýja Breiðholt.
Lilja Sigurðardóttir: Netið.
Óskar Magnússon: Verjandinn.
Ragnar Jónasson: Drungi.
Sverrir Berg: Óminni.
Yrsa Sigurðardóttir: Aflausn.
Þórarinn Freysson: Hermaður.

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál