Fréttir

Bókamessa í Bókmenntaborg

Helgina 19. og 20. nóvember verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í sjötta sinn og nú í Hörpu. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Félag íslenskra bókaútgefenda standa að messunni. Þar geta gestir hitt höfunda og útgefendur og notið fjölbreyttrar og lifandi dagskrár.
 
Sérstakt krakkahorn verður á svæðinu þar sem boðið verður upp á smiðjur og föndur. Börnin geta einnig tekið þátt í ratleik með Snuðru og Tuðru, hitt Vísinda-Villa og Stjörnu-Sævar eða litið í nýjar bækur í bókahorninu.
 
Líf og fjör verður í Hörpu  alla helgina. Upplestrar, sögustundir, umræður með höfundum, glæpasagnadagskrá, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur.
 
Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynna sér útgáfu ársins á einu bretti, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig og sína.
 
Kynnið ykkur dagskrá helgarinnar á vef Bókmenntaborgarinnar: Bókamessa í Bókmenntaborg.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál