Fréttir

Höfundakvöld í Gunnarshúsi

Kristín Ómarsdóttir rithöfundur tekur á móti Auði Övu Ólafsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur á höfundakvöldi í Gunnarshúsi á fimmtudag.

Auður og Sigurbjörg lesa úr bókunum Ör og Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Sjálf mun Kristín lesa brot úr bókmenntum framtíðarinnar og leggja spurningar fyrir stöllur sínar. Þungar veitingar verða á boðstólum.

Veislan fer fram fimmtudaginn 24. nóvember í Gunnarshúsi við Dyngjuveg, húsi Rithöfundasambands Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Húsið opnar klukkan 17. Dagskrá hefst kl. 17.30.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál